Þorrablót eldri borgara og guðþjónusta í Kaupmannahöfn

Sunnudaginn 24. febrúar stendur Íslenski söfnuðurinn í Kaupmannahöfn fyrir þorrablóti eldri borgara í Kaupmannahöfn, í samvinnu við Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn og Jónshús.

Þorrablótið verður haldið í Jónshúsi, Øster Voldgade 12, 1350 København K, klukkan 14:30.

Guðþjónusta í Skt. Pálskirkju kl. 13:00 sama dag.

Allir eldri Íslendingar í Kaupmannahöfn og eldri Íslandsvinir eru hvattir til að koma á þorrablót að lokinni guðþjónustu og njóta þjóðlegrar skemmtunar og matarhefðar.

Hákarl er hinn mesti herramannsmatur og víkur burt elli og sjúkdómum, skrifar Kristján Sverrisson fyrir hönd Íslenska safnaðarins í Kaupmannahöfn.Video Gallery

View more videos