Þ J Ó Ð A R A T K V Æ Ð A G R E I Ð S L A

Alþingi hefur samþykkt lög um þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga nr. 1/2010, um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf.

Ekki hefur verið ákveðið hvenær atkvæðagreiðslan fari fram en hún verður ekki síðar en fyrsta laugardaginn í mars 2010. Um kosningarétt og kjörskrá til afnota í atkvæðagreiðslunni fer á sama hátt og við alþingiskosningar. Kjörskrár skulu þó miðaðar við íbúðaskrá þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag og skulu liggja frammi hjá sveitarfélögum í heila viku fyrir kjördag.

 

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer eftir ákvæðum laga um kosningar til Alþingis. Ekki hefur verið ákveðið hvenær hún hefjist.

 

Tilkynnt verður á vef sendiráðsins um leið og ljóst verði hvenær atkvæðagreiðsla utan kjörfundar og hvar verði hægt að kjósa.Video Gallery

View more videos