Sýningin opnuð

 

SÝNING UM ÍSLENSKA

SAMTÍMARITHÖFUNDA OG SKÁLD

OPNUÐ Í KAUPMANNAHÖFN

 

Bókmenntasýningin Sögueyjan: portrett af íslenskum samtímahöfundum  var opnuð á Humanistiske Fakultetsbibliotek í Kaupmannahöfn þann 7. nóvember sl.  Sýningin er þáttur í viðleitni sendiráðs Íslands í Danmörku, utanríkisráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins að fylgja eftir og efla þann mikla áhuga sem er á íslenskum samtímabókmenntum í Danmörku.

Sýningin samanstendur af veggspjöldum með portrettljósmyndum  Kristins Ingvarssonar, ljósmyndara, af  á þriðja tug íslenskra rithöfunda og viðtölum Péturs Blöndal, blaðamanns, við þá um hvað í íslenskum söguarfi hafi helst haft áhrif á listsköpun þeirra. Síðarnefndur valdi höfundana sem kynntir eru.  Matthias Wagner K sýningarstjóri, sá um hönnun og uppsetningu sýningarinnar en hann er einnig listrænn stjórnandi menningardagskrár Sögueyjunnar í Þýskalandi. Metta Fanø þýddi viðtölin á dönsku. Höfundarnir eru:

Andri Snær Magnason, Arnaldur Indriðason, Auður Jónsdóttir, Bragi Ólafsson, Einar Kárason, Einar Már Guðmundsson, Gerður Kristný, Guðrún Eva Mínervudóttir, Guðrún Helgadóttir, Gyrðir Elíasson, Hallgrímur Helgason, Hannes Pétursson, Jón Kalman Stefánsson, Kristín Marja Baldursdóttir, Kristín Steinsdóttir, Matthías Johannessen, Ólafur Jóhann Ólafsson, Sigurður Guðmundsson, Sjón, Steinunn Sigurðardóttir, Thor Vilhjálmsson, Vigdís Grímsdóttir and Yrsa Sigurðardóttir.

 

Sýningin er liður í viðleitni sendiráða Íslands víða um heim á þessu ári til að kynna íslensku bókaþjóðina í tengslum við þátttöku Íslands  á stærstu bókasýningu heims Frankfurter Buchmesse  í Þýskalandi í október síðastliðnum.  Sýningunni er ætlað að vekja áhuga útgefenda, bókmenntaunnenda og almennings víða um heim á Íslandi og  íslenskum bókmenntum.  Danskar þýðingar á sumum þessara verka liggja frammi á sýningarstað.

Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í Danmörku, opnaði sýninguna í anddyri Humanistiske Fakultetsbibliotek.  Sýningin hangir uppi fram að Þorláksmessu og verður þá flutt til Óðinsvéa.  Á opnuninni flutti Erik Skyum-Nielsen þýðandi og lektor erindi um íslenskar samtímabókmenntir.

Myndir frá opnun sýningarinnar má finna á nýrri Facebook síðu sendiráðsins í Kaupmannahöfn; https://www.facebook.com/pages/Islands-Ambassade-i-København-DK/274607429243383

Video Gallery

View more videos