Svavar Gestsson, sendiherra, afhendir trúnaðarbréf í Slóveníu

Þann 17. janúar afhenti Svavar Gestsson, sendiherra, forseta Slóveníu, Dr. Danilo Türk, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Slóveníu með aðsetur í Kaupmannahöfn. Forsetinn var kosinn seint á síðsta ári með miklum meirihluta atkvæða. Hann var áður um 13 ára skeið búsettur í New York fyrst sem sendiherra lands síns hjá Sameinuðu þjóðunum og seinna sem sérstakur ráðgjafi Kofi Annans. Hann hefur því mikla reynslu af starfsemi Sameinuðu þjóðanna og ræddu hann og sendiherrann einkum um öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Þá var rætt almennt um samskipti landanna.

Video Gallery

View more videos