Sturla Sigurjónsson sendiherra opnar listasýningu átta íslenskra listakvenna í Jónshúsi á skírdag, 1. apríl kl. 14.00

Listakonurnar sem sýna í Jónshúsi viðhalda hefð sem nær aftur til ársins 1975. Þá hélt hópur kvenna sýningu á sama stað í tilefni kvennadagsins og allt frá þeim tíma hefur hópur listakvenna, sem á það sameiginlegt að hafa verið búsettar í Danmörku um lengri eða skemmri tíma, sýnt í Jónshúsi að jafnaði fimmta hvert ár. Að þessu sinni sýna: Guðbjörg Benediktsdóttir Malling, grafik, Guðrún Auðunsdóttir, málverk, Guðrún Sigurðardóttir Urup, málverk, Ingibjörg Rán, málverk, María Kjarval, málverk, Nanna Bisp Büchert, ljósmyndir, Pia Rakel Sverrisdóttir, glerlist, Svala Sigurleifsdóttir, málverk. Sýningin er haldin í samvinnu við "Konukvöld í Jónshúsi" sem einnig hóf starfsemi sína árið 1975. Konukvöldin halda því upp á 35 ára starfsafmæli á þessu ári og eru þar með sá áhugahópur sem lengst hefur starfað samfleytt í Jónshúsi. Af hálfu listakvennanna hefur Guðbjörg Benediktsdóttir Malling annast undirbúning sýningarinnar.

Sýningin verður opin: Skírdag 1. apríl kl. 14.00 – 17.00 Föstudaginn langa 2. apríl kl. 14.00 – 17.00 Laugardaginn 3. apríl kl. 10.00 – 16.00 Páskadag 4. apríl kl. 10.00 – 16.00 Alla miðviku- og föstudaga í aprílmánuði kl. 12.00 – 20.00 Sunnudagana 11. og 18. apríl kl. 14.00 – 16.00Video Gallery

View more videos