Stoðir gefur í sjóð fyrir dönsk-íslensk samstarfsverkefni

Stjórnarformaður Stoða, Kristín Jóhannesdóttir, afhenti föstudaginn 28. september 2007, 1 milljón danskra króna sem gjöf fyrirtækisins til Fondet for Dansk-Islandsk Samarbejde við athöfn í bústað sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn. Formaður sjóðsins, Bent A. Kogh, tók við gjöfinni og sagði við það tækifæri, m.a., að gjöfin sýndi glöggt að ungt íslenskt athafnafólk byggði á menningararfi Íslendinga og væri tilbúið að leggja menningarstarfseminni lið.

Peningarnir verða notaðir til að efla samskipti Íslands og Danmerkur, m.a. með því að styrkja heimsóknir skólafólks, samvinnu listamanna, ráðstefnur, sýningar og tónleikahald, svo að eitthvað sé nefnt.

Video Gallery

View more videos