Starfsemi að hefjast í Íslenskuskólanum á netinu

Íslenskuskólinn er skóli á netinu fyrir íslensk börn og foreldra þeirra sem eru búsett erlendis. Í skólanum er áhersla lögð á íslenskukennslu, en aðrar námsgreinar fléttast að einnig inn í námið.

Skráning í skólann er ókeypis og þar kynnast nemendur öðrum krökkum á sama aldri sem jafnvel búa á sömu slóðum. Í skólanum er líka opinn verkefnabanki þar sem nemendur frá sex ára aldri finna skemmtileg verkefni við hæfi, sem reyna á lestur, ritun og hlustun.

Núna stendur yfir skráning á vefnámskeið sem standa yfir í nokkrar vikur. Á námskeiðunum vinna nemendur margvísleg verkefni á þeim hraða sem þeim hentar undir handleiðslu kennara.

Námskeiðsgjald er 8.000 ISK og er hægt að greiða það inn á bankareikning í íslenskum netbanka eða með greiðslukorti á vef skólans. Þar er einnig boðið upp á kaupa gjafabréf sem veita aðgang að námskeiði.

www.islenskuskolinn.is
islenskuskolinn@islenskuskolinn.is

Video Gallery

View more videos