Sr. Þórir Jökull Þorsteinsson hefur látið af störfum sem sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn.

Sr. Þórir Jökull hefur starfað sem sendiráðsprestur í 8 ár. Hann lét af störfum þann 15. janúar 2010, þar sem staða sendiráðsprest hefur verið lögð niður og verður því enginn prestur hér við dagleg störf. Við þökkum sr. Þóri Jökli fyrir samstarfið.

Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson mun koma hingað sunnudaginn 7. febrúar og vera með fermingarfræðslu kl 10.30 fyrir fermingarbörn og foreldra þeirra í Jónshúsi. Á fundinum verður einnig farið yfir þá möguleika sem fyrir hendi eru í sambandi við fermingarfræðslu og fermingu í vor.Hann verður einnig með guðþjónustu kl. 13.00 sama dag í Skt. Páls-kirkju.

 

Hægt er að senda fyrirspurnir til sr. Jóns Dalbú Hróbjartssonar á netfangið jondalbu@hallgrimskirkja.is

 

Hallgrímskirkja sími: 00 354 510 1000Video Gallery

View more videos