Sótt um aðild að ESB

Alþingi Íslendinga samþykkti í dag 16. júlí tillögu ríkisstjórnarinnar um að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Tillagan var samþykkt með 33 atkvæðum gegn 28 en tveir sátu hjá. Það var Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sem bar fram tillöguna fyrir hönd ríkisstjórnarinnar sem Samfylkingin flokkur ráðherrans hefur beitt sér fyrir málinu um árabil. Senn verður umsóknin lögð fram og hefur utanríkisráðherra lagt áherslu á að grunnur málsins verði lagður nú meðan Svíar fara með formennsku í ESB. Á Íslandi er við völd ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Vinstri græn eru andvíg aðild að ESB en stór hluti þingflokks þeirra studdi það að málið færi í umsóknarferli.Video Gallery

View more videos