Söngur og sögur

Sumarbúðirnar Söngur og Sögur eru ætlaðar börnum á aldrinum 6-12 ára sem búa erlendis og eiga a.m.k annað foreldrið íslenskt og tala íslensku nógu vel til að njóta dagskrárinnar.

Áhersla verður lögð á að kynna börnunum ýmsa þætti íslenskrar menningar t.d. íslensk þjóðlög og skemmtileg nútímalög við leiðsögn Hilmars Arnar Agnarssonar organista sem og íslenskar þjóðsögur og ævintýri. Börnin verða leidd inn í heim íslenskra jurta og þau munu elda þjóðlega rétti með aðstoð matreiðslufólks í Skálholti. Einnig heimsækir hópurinn bændabýlið í Skálholti og kynnist störfum þar og fer í sögugöngu um Skálholtsstað.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir veitir námskeiðinu forstöðu. Námskeiðið hefst á mánudaginn 16. júlí kl. 15.00 og lýkur fimmtudaginn 19. júlí, kl. 15:00. Innritun og allar nánari upplýsingar í Skálholtsskóla í síma + 354 486 8870 eða með netfanginu: rektor@skalholt.is.

Video Gallery

View more videos