Skýrsla BNP Paribas: Íslenska bankakerfið ekki að bráðna.....

Í nýrri skýrslu frá BNP Paribas, stærsta banka Frakklands, kemur fram að íslenska bankakerfið sé ekki að bráðna. Í skýrslunni segir að bankinn hafi verið neikvæður í garð íslensku bankanna frá því snemma í október en að ársreikningar sem birtir verði í næstu viku og breytt verðlagning, hafi neytt BNP Paribas til að endurskoða afstöðu sína.

Skýrsluhöfundar telja að markaðurinn hafi brugðist of harkalega við vegna áhyggja af fjárfestingarfélögum og bönkunum hafi verið refsað í kjölfarið. Sjá skýrslu hér.Video Gallery

View more videos