Skuldaálag bankanna lækkaði eftir útgáfu Kaupþings

KAUPÞING hefur lokið við þrjár svonefndar lokaðar skuldabréfasölur að upphæð 1.675 milljónir dollara, jafnvirði um 111 milljarða króna, til fjárfesta í Evrópu og Bandaríkjunum. Að auki hefur Kaupþing tekið 195 milljóna evra lán, um 19,5 milljarða króna, hjá evrópskum banka.

Þessi útgáfa varð til þess að skuldatryggingaálag Kaupþings og annarra íslenskra banka lækkaði í gær. Álag Kaupþings lækkaði um 60 punkta og var 665 punktar í gærkvöldi, álag Glitnis lækkaði um 30 punkta niður í 635 punkta og álag á bréfum Landsbankans var 480 punktar eftir 20 punkta lækkun.

Heimild: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/Video Gallery

View more videos