Skrifstofa aðalræðismanns Íslands í Færeyjum opnuð

Skrifstofa aðalræðismanns Íslands í Færeyjum var opnuð í gær, 1. apríl 2007. Aðalræðismaður Íslands í Færeyjum er Eiður Guðnason, sendiherra. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, opnaði skrifstofuna og sagði við það tækifæri að samskipti Íslendinga og Færeyinga ættu eftir að aukast mikið með tilkomu skrifstofunnar. Hin nýja skrifstofa er til húsa í Fútastovunni í hjarta Þórshafnar.

Video Gallery

View more videos