Skjöldur forseta Íslands settur upp í Friðriksborgarhöll

Sturla Sigurjónsson, sendiherra, var fulltrúi hr. Ólafs R. Grímssonar, forseta Íslands, við hátíðlega athöfn í kirkju Friðriksborgarhallar föstudaginn 30. ágúst sl. Þá var sérstakur skjöldur forsetans hengdur þar á vegg við hlið skjalda annarra sem sæmdir hafa verið hinni dönsku Fílsorðu (Elefantordenen).
 
Allir fyrrum forsetar Íslands hafa verið handhafar orðunnar. Venjan er sú að hver orðuhafi velur sér jafnframt tákn sem málað er á skjöld sem hengdur er upp í höllinni.
Á ljósmyndunum má m.a. sjá skjöld forseta Íslands, með einkunnarorðunum Vires Islandiae, prýddur íslensku fánalitunum en hann vísar til þeirrar frumorku sem í Íslandi býr.   
 

Video Gallery

View more videos