Shimon Peres næsti forseti Ísraels

Peres, sem er frambjóðandi Kadima-flokksins, fékk 58% atkvæða í fyrri umferðinni, Reuven Rivlin, þingmaður Likudbandalagsins, fékk 37% atkvæða og Colette Avital, frambjóðandi Verkamannaflokksins, fékk 21% atkvæða.
Fljótlega eftir að greint var frá úrslitum fyrri umferðarinnar hættu frambjóðendurnir tveir við framboð sín til forseta.
Shimon Peres tekur við forsetaembættinu þann 15. júlí nk. en hann er kjörinn til sjö ára.

Shimon Peres, sem fæddist 2. ágúst 1923 í Póllandi, hefur verið virkur í ísraelskum stjórnmálum í um fimmtíu ára skeið. Peres hefur tekið að sér öll helstu embætti í ísraelskum stjórnmálum, var forsætisráðherra, fjármálaráðherra, utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra.

Shimon Peres fékk Friðarverðlaun Nóbels árið 1994 ásamt Yitzhak Rabin og Yasser Arafat fyrir að koma á friðarsamningum milli Ísraela og Palestínumanna.

Video Gallery

View more videos