Sendiráðin til liðs við ferðaþjónustuna

Utanríkisráðuneytið, Útflutningsráð og Ferðamálastofa efndu til fundar þann 14. maí síðast liðinn, fyrir ferðaheildsala og blaðamenn á Norðurlöndum og kynntu fyrir þeim þær breytingar sem yrðu á starfsemi Ferðamálastofu eftir lokun skrifstofu Ferðamálastofu í Kaupmannahöfn. Sendiráð Íslands á Norðurlöndunum munu að verulegu leyti taka yfir hlutverk landkynningarskrifstofa Ferðamálastofu erlendis.

Með þessum nýju breytingum mun starfsemi Ferðamálastofu eflast með aukinni þjónustu á Norðulöndum í gegnum sendiráðin. Tengiliðir Ferðamálastofu á Norðurlöndunum eru: Rósa Viðarsdóttir, Kaupmannahöfn, Lára Jónasdóttir, Osló, Elín Óskarsdóttir, Stokkhólmi og Arna Lisbet Þorgeirsdóttir, Helsinki.

Um 70 manns voru mættir á fundinn og voru fyrirlesarar á fundinum þau: Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri og Jón Ásbergsson og framkvæmdarstjóri Útflutningsráðs.

Svavar Gestsson, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn stjórnaði fundinum.Video Gallery

View more videos