Sendiráðið vekur athygli á sérstökum ráðstöfunum varðandi vegabréf

Sendiráðið vekur athygli á tilkynningu Þjóðskrár Íslands en ófyrirsérður skortur á vegabréfabókum kallar á sérstakar ráðstafanir í vegabréfaútgáfu, sem hefur áhrif á umsækjendur í umdæmi sendiráðsins. 

Frá 12. maí og fram í júní verða vegabréfsumsóknir afgreiddar á eftirfarandi hátt:

- Þeir sem eiga bókað far til Evrópuríkja fyrir 10. júní fá afgreitt neyðarvegabréf. Almenna vegabréfið verður þá gefið út síðar og afhent með þeim hætti sem óskað var eftir við umsókn. Gjald verður ekki innheimt fyrir neyðarvegabréf þegar sótt er um almennt vegabréf samtímis en umsækjendur eru beðnir um að mæta með nýlega passamynd í lit.

- Þeir sem ferðast til ríkja utan Evrópu og eiga bókað far fyrir 10. júní fá afgreitt almennt vegabréf. 

- Þeir sem eiga bókað far 10. júní eða síðar. Umsóknir verða afgreiddar í samræmi við stöðu máls þegar þar að kemur, með neyðarvegabréfi fyrst eða almennu vegabréfi strax, þar til afgreiðsla vegabréfa kemst á ný í eðlilegt horf.

- Hraðafgreiðslu vegabréfa verður ekki unnt að sinna á meðan þetta ástand varir.

- Þjóðskrá Íslands óskar eftir að allir umsækjendur sendi upplýsingar  um dagsetningar ferða og áfangastaði með því að fylla út eyðublað á vefnum.

Sendiráðið biður umsækjendur velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda þeim.

Video Gallery

View more videos