Sedlabanki Íslands lækkar stýrivexti

Peningastefnunefnd hefur ákveðið að lækka stýrivexti Seðlabanka Íslands um 1,5 prósentur í 15,5%. Aðrir vextir Seðlabankans verða einnig lækkaðir í sama mæli.

Niðurstaða funda nefndarinnar í mars sl. var að skilyrði væru til þess að draga úr peningalegu aðhaldi. Framvinda efnahagsmála frá 19. mars sl. hefur í stórum dráttum verið í samræmi við þá niðurstöðu.

Sem fyrr er gengisstöðugleiki skammtímamarkmið peningastefnunnar við núverandi aðstæður, þótt stöðugt verðlag sé markmið hennar til lengri tíma litið. Það stafar einkum af því að nauðsynlegt er að verja viðkvæman efnahag heimila og fyrirtækja á tímum endurskipulagningar efnahagslífsins.

Næsta yfirlýsing peningastefnunefndarinnar verður birt 8. maí 2009.

Heimild: www.sedlabanki.isVideo Gallery

View more videos