Seðlabanki Íslands dregur á gjaldmiðlaskiptasamninga

Seðlabanki Íslands virkjaði í gær gjaldmiðlaskiptasamninga að fjárhæð 400 milljónir evra. Dregið hefur verið á gjaldmiðlaskiptasamninga sem gerðir voru við seðlabanka Danmerkur og Noregs, og nemur hvor ádráttur 200 milljónum evra.

Hinn 16. maí s.l. gerðu seðlabankar Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamninga við Seðlabanka Íslands. Hver samningur um sig veitti aðgang að allt að 500 milljónum evra gegn íslenskum krónum eða alls 1,5 milljörðum evra.

Heimild: www.sedlabanki.isVideo Gallery

View more videos