Sannkallaður Íslandsdagur í Kaupmannahöfn

Föstudagurinn 9. febrúar er sannkallaður Íslandsdagur í Kaupmannahöfn. Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorit Moussiaeff koma til Kaupmannahafnar daginn áður og forsetinn skoðar FIH bankann. Dagskrá föstudagsins er þéttskipuð: Forsetinn heimsækir Norðurbryggju og sendiráð Íslands, efnt verður til ráðstefnu í Dansk Industri þar sem fram koma auk forsetans: Uffe Elleman Jensen, Hans Skov Christiansen, Dansk Industri, Sigurður Einarsson, Kaupþing, Hannes Smárason, FL-group og Hörður Arnarson, Marel, og fjalla um íslenskt efnahags- og atvinnulíf. Síðdegis opnar forsetinn sýningu á verkum Jóhannesar Kjarvals og Ólafs Elíassonar í Kunstforeningen Gammel Strand. Sýningin verður opin út apríl.

Video Gallery

View more videos