Samstöðukaffi: Rætt um efnahagserfiðleikana heima.

Samstöðukaffi: Rætt um efnahagserfiðleikana heima

Miðvikudaginn 22. október verður efnt til upplýsingafundar í Jónshúsi.

Svavar Gestsson sendiherra fer yfir það sem gerst hefur í efnahagsmálum á Íslandi að undanförnu.

Íslendingar á Sjálandi eru sérstaklega boðaðir á fundinn en þar verður farið yfir hagsmuni þeirra almennt en jafnframt eru boðin viðtöl við einstaklinga sem eiga við sérstaka erfiðleika að stríða vegna efnahagssviftinganna að undanförnu og þurfa svör við spurningum.

Húsið er opið frá kl. 14.00 til kl. 19.00 síðdegis. Gert er ráð fyrir einstaklingsfundum í upphafi en síðan hópfundi kl. 16.00

Íslendingar sem ekki sjá sér fært að mæta á fundinn í Jónshúsi geta sent fyrirspurnir á tölvupóstfang sendiráðsins: icemb.coph@utn.stjr.is - og mun sendiherra svara þeim sérstaklega.

Kl. 16.00 hefst svo upplýsingafundurinn þar sem sendherrann fer yfir efnahagsþróunina og svarar spurningum.

Á sunnudaginn kemur verður fundur í Horsens fyrir Íslendinga á Jótlandi. Nánar auglýstur á morgunVideo Gallery

View more videos