Samstöðufundur með sendiherra Íslands í Horsens, sunnudaginn 26. okt nk.

Samstöðufundur fyrir Íslendinga í Danmörku

Sunnudaginn 26. október verður efnt til upplýsingafundar í VIA Tækniháskólanum í Horsens (Chr. M Østergaardsvej). Fundurinn byrjar kl. 14:00.

Svavar Gestsson sendiherra fer yfir það sem gerst hefur í efnahagsmálum á Íslandi að undanförnu.

Íslendingar í Danmörku eru sérstaklega boðaðir á fundinn en þar verður farið yfir hagsmuni þeirra almennt en jafnframt verður farið yfir leiðir fyrir þá sem eiga við erfiðleika að stríða vegna efnahagssviftinganna að undanförnu og þurfa svör við spurningum.

Þeir sem vilja senda inn sérstakar fyrirspurnir til sendiherra sem verða teknar fyrir á fundinum eru vinsamlega beðin um að láta vita í tölvupóstfang sendiráðsins: icemb.coph@utn.stjr.is fyrir lok vinnudags á föstudag.

Þeir sem ekki eru nettengdir eru beðnir um að hringja í síma sendiráðsins 33 18 10 50.                      

Fundurinn er í Kantínunni í VIA skólanum við Chr. M Østergaardsvej. Sjá kortVideo Gallery

View more videos