SAMRÆÐA MENNINGARHEIMA

Dagana 13.-15. apríl 2005 stendur Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum fyrir veglegri alþjóðlegri ráðstefnu í tilefni af 75 ára afmæli Vigdísar hinn 15. apríl næstkomandi.

Yfirskrift ráðstefnunnar er „Samræða menningarheima”. Á ráðstefnunni fjalla fulltrúar ólíkra menningar- og málsvæða um tungumál, menningu, tækni, viðskipti, vísindi og þjóðfélagsmál frá sjónarhorni mismunandi fræðasviða.

Ráðstefnan er haldin í samvinnu við rektor Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytið, menntamálaráðuneytið, Reykjavíkurborg og Norrænu ráðherranefndina.

Auk aðalfyrirlestra verða haldnar málstofur um afmörkuð efni og fara þær ýmist fram á íslensku eða á erlendum málum.

Aðalfyrirlesarar m.a.:

Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands og mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna.

David Crystal, prófessor og sérfræðingur í tungumálum í útrýmingarhættu.


Efni málstofa á íslensku m.a.:

? Ferðamál, tungumál og menning
? Veljum Vigdísi. Á forsetastóli 1980-1996
? Heilsa, samfélag og hjúkrun
? Biblíuþýðingar að fornu og nýju
? Að yrkja (um) landið
? Fólksflutningar og tungumál
? Tækniþróun og umhverfisvernd- ósættanleg sjónarmið?
? Menntun, menning og mannrækt
? Íslenska – í senn forn og ný
? Málstofa um kortagerð

Upplýsingar um málstofur á erlendum málum hér.

Ráðstefnan hefst með setningarathöfn í Hátíðarsal Háskóla Íslands miðvikudaginn 13. apríl kl. 17 og lýkur með hátíðarkvöldverði í Perlunni föstudaginn 15. apríl.

Móttaka: 13. apríl milli 17:00 og 19:00 í Hátíðarsal Háskóla Íslands

Fagleg dagskrá ráðstefnu: 14. og 15. apríl

Hátíðarkvöldverður: Í Perlunni, föstudaginn 15. apríl

Skráning og upplýsingar um ráðstefnu: www.vigdis.hi.is/sm
Almennar upplýsingar fyrir þátttakendur varðandi skráningu: www.gestamottakan.is

Upplýsingar fyrir erlenda gesti: www.yourhost.is

Nánari upplýsingar veita Lára Sólnes, larasol@hi.is og Sigfríður Gunnlaugsdóttir, sigfrid@hi.is

Video Gallery

View more videos