Rithöfundasýning í Odense

Þá heldur för tuttuguogþriggja rithöfunda áfram frá Álaborg til Odense.  Opnun sýningarinnar verður þann 6. júní kl. 16:00 á Odense Centralbibliotek og býður sendiráðið alla velkomna.  Sendiherra, hr. Sturla Sigurjónsson, verður til staðar við opnunina og býður bókasafnið upp á léttar veitingar.

Nánar má lesa um atburðinn á heimasíðu bókasafnsins, hér: https://www.odensebib.dk/arrangementer/udstillinger/udstilling_af_islandske_forfatterportraetter_paa_hovedbiblioteket

Biður bókasafnið gesti sem koma á opnunina góðfúslega um að skrá sig hér: http://billetto.dk/island

Sýningin stendur til 30. júní og er þáttur í viðleitni sendiráðs Íslands í Danmörku, utanríkisráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins að fylgja eftir og efla þann mikla áhuga sem er á íslenskum samtímabókmenntum í Danmörku.

Sýningin samanstendur af veggspjöldum með portrettljósmyndum Kristins Ingvarssonar, ljósmyndara, af á þriðja tug íslenskra rithöfunda og viðtölum Péturs Blöndal, blaðamanns, við þá um hvað í íslenskum söguarfi hafi helst haft áhrif á listsköpun þeirra. Síðarnefndur valdi höfundana sem kynntir eru. Matthias Wagner K sýningarstjóri, sá um hönnun og uppsetningu sýningarinnar en hann er einnig listrænn stjórnandi menningardagskrár Sögueyjunnar í Þýskalandi. Metta Fanø þýddi viðtölin á dönsku. Höfundarnir eru:

Andri Snær Magnason, Arnaldur Indriðason, Auður Jónsdóttir, Bragi Ólafsson, Einar Kárason, Einar Már Guðmundsson, Gerður Kristný, Guðrún Eva Mínervudóttir, Guðrún Helgadóttir, Gyrðir Elíasson, Hallgrímur Helgason, Hannes Pétursson, Jón Kalman Stefánsson, Kristín Marja Baldursdóttir, Kristín Steinsdóttir, Matthías Johannessen, Ólafur Jóhann Ólafsson, Sigurður Guðmundsson, Sjón, Steinunn Sigurðardóttir, Thor Vilhjálmsson, Vigdís Grímsdóttir and Yrsa Sigurðardóttir.

Sendiráðið þakkar ræðismanni Íslands í Odense, hr. Hr. Carl Christian Nielsen sérstaklega fyrir veitta aðstoð við framkvæmd sýningarinnar í Odense.

Video Gallery

View more videos