Ríkisstjórn Danmerkur bar sigur úr býtum

Þingkosningar fóru fram í Danmörku í gær. Skemmst er frá því að segja að ríkistjórnarmeirihlutinn bætti við sig einum þingmanni, þó að breyting yrði á hlutfalli þingmanna milli flokkanna sem að ríkistjórninni standa. Venstre, flokkur Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra, tapaði 4 þingsætum, en er eftir sem áður stærti einstaki stjórnmálaflokkurinn, Conservative Folkeparti bætti við sig 3, og Dansk Folkeparti bætti við sig tveimur. Sosialdemokratiet tapaði fimm þingsætum, og sagði leiðtogi og forsætisráðherraefni stjórnarandstöðunnar, Mogens Lykketoft af sér, þegar ljóst var hvert stefndi í gærkveldi.

En niðurstöður urðu sem hér segir: Sosialdemokratiet 25,9% og 47 þingmenn kjörna, Radikale Venstre, 9,2% og 16 þingmenn kjörna, Konservative Folkeparti 10,3 og 10 þingmenn kjörna, Centrum demokratiet 1% og engan mann kjörinn, Sosialistisk Folkeparti 6% og 11 þingmenn kjörna, Kristendemokraterne 1,7% og engan mann kjörinn, Minoritetspariet 0,3% og engan mann kjörinn, Dansk Folkeparti 13,2% og 24 þingmenn kjörna, Venstre 29% og 52 þingmenn kjörna, og Enhedslisten 3,4% og 6 þingmenn kjörna.

Þess ber að geta að listi verður að ná a.m.k. 2% fylgi á landsvísu til þess að fá þingmenn kjörna.

Nánari upplýsingar um niðurstöður kosninganna má fá á heimasíðu innanríkisráðuneytisins.

Video Gallery

View more videos