Ragnar Bragason opnar Bíódaga á Nordatlantens Brygge

Ragnar mun kynna myndina fyrir forsýningu hennar á opnun Bíódaga, 7. febrúar. Hann mun einnig spjalla við áhorfendur eftir sýningu og veitt verða léttari drykkjarföng í boði Sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn.

Myndin verður frumsýnd í Danmörku þann 28. febrúar í kvikmyndahúsunum Øst for Paradis (Árósum) og Gloria (Kaupmannahöfn).

Myndin Foreldrar (2007) vann alls sex Edduverðlaun árið 2007.  Myndin er seinni hluti tvíleiks Ragnars Bragasonar og Vesturports um samskipti foreldra og barna.  Fyrri myndin, Börn (2006), hlaut meðal annars Gullna Svaninn á Copenhagen International Film Festival og tvenn Edduverðlaun.  Með aðalhlutverk í myndinni Foreldrar fara Ingvar E.Sigurðsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Víkingur Kristjánsson.

Nánari upplýsingar finnast á heimasíðunum

www.bryggen.dk

www.parents-movie.com  

www.children-movie.com

Einnig er hægt að nálgast miða á Biodager á heimasíðunni

www.politikenbillet.dk/nordatlanten

 Video Gallery

View more videos