Ræðisskrifstofa opnuð í Sønderborg

Fimmtudaginn 13. október sl. var opnuð ný ræðisskrifstofa í Sønderborg á Suður-Jótlandi. Sturla Sigurjónsson sendiherra afhenti  Torben Esbensen verkfræðingi, skipunarskjal þar sem hann er tilnefndur kjörræðismaður Íslands í Sønderborg.

Ræðisskrifstofa hefur ekki áður verið staðsett í Sønderborg. Næsta ræðisskrifstofa er í Kolding á Mið-Jótlandi og er það von sendiráðsins að ræðisskrifstofan í Sønderborg eigi eftir að þjóna Íslendingum í Sønderborg og nágrenni vel í framtíðinni.

Heimilisfang ræðisskrifstofunnar er:

Islands konsulat i Sønderborg
Møllegade 54
6400 Sønderborg

Sími 7342 3100

Video Gallery

View more videos