Ræðismannaráðstefna um viðskiptamál

Þann 1. desember sl. var haldinn ræðismannaráðstefna um viðskipti og fjárfestingar í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn. Á ráðstefnunni sem haldin var undir yfirskriftinni “Samhandel og suverenitæt” fjölluðu nokkrir lykilaðilar í íslensku viðskiptalífi um útrás íslenskra fyrirtækja og þróun efnahagsmála á Íslandi sl. ár.

Á ráðstefnunni flutti Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra ávarp þar sem hann fjallaði um framtíðarmöguleika í íslenskum sjávarútvegi og útrás fyrirtækja í greininni.

Lárus Ásgeirsson, yfirmaður markaðssviðs hjá Marel fjallaði um starfsemi Marel í Danmörku og þau fjárfestingatækifæri í dönskum matvælaiðnaði.

Þá fjallaði Martin Eyjólfsson, yfirmaður Viðskiptaþjónustu Utanríkisráðuneytisins um starfsemi VUR og aukið samstarf VUR og Útflutningsráðs.

Sighvatur Bjarnason, stjórnarformaður Jako Fish fjallaði um fjárfestingar Íslendinga í dönskum fiskiðnaði en fyrirtæki hans er stærsti einstaki framleiðandi á söltuðum fiskflökum í heiminum.

Sameiginlegir hagsmunir íslenskrar ferðaþjónustu og útrásarfyrirtækja var umfjöllunarefni Halldórs Harðarsonar, markaðsstjóra Flugleiða í Skandinavíu, á ráðstefnunni.

Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fjallaði um þróun íslensks efnahagslífs og þær breytingar sem orðið hafa á starfsumhverfi fyrirtækja á Íslandi. Þá fjallaði hann um áhrif alþjóðavæðingarinnar á íslensk fyrirtæki.

Video Gallery

View more videos