Ræðismannaráðstefna um útrás og efnahagslíf

Forsendur og markmið íslenskra fjárfesta í Danmörku var meðal þess sem var til umræðu á ræðismannaráðstefnu sem sendiráðið í Kaupmannahöfn efndi til þann 1. desember sl.
Alls tóku 13 af 17 ræðismönnum Íslands í Danmörku, Færeyjum og Grænlandi þátt í ráðstefnunni.

Á ráðstefnunni ávarpaði Svavar Gestsson sendiherra ráðstefnugesti og fjallaði m.a. um samskipti Íslands og Danmerkur í gegnum tímanna rás. Sendiherrann fjallaði almennt um samstarf þjóðanna á sviði menningar og viðskipta og þá gríðarleg umsvif íslenskra fjárfesta síðastliðin tvö ár.

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, flutti erindi um þróun íslensks efnahagslífs þar sem hann skýrði hvernig styrkar stoðir íslensks efnahagslífs hafa gert fyrirtækjum kleift að taka virkan þátt í hnattvæðingunni.

Varaformaður stjórnar Magasin Du Nord, Birgir Bieltvedt, var einnig meðal ræðumanna á ráðstefnunni. Hann fjallaði um kaup íslenskra fjárfesta á Magasin Du Nord, forsendur kaupanna, markmið og framtíðaráform

Ræðu fjármálaráðherra má nálgast hér.

Glærur fjármálaráðherra má nálgast hér.

Ræðu sendiherra má nálgast hér.

Video Gallery

View more videos