Ræðismaður Íslands í Rúmeníu

Georgiana Pogonaru verður ræðismaður Íslands í Rúmeníu og tók sem slík þátt í viðræðunefnd forseta Íslands við forseta Rúmeníu á dögunum. Georgiana Pogonaru rekur umsvifamikið litafyrirtæki í landi sínu auk þess sem hún er virkur þátttakandi í alþjóðlegu kvennasamstarfi. Rúmenía mun einnig eignast ræðismann á Íslandi en það verður Jafet Ólafsson. Myndin af ræðismannsefnunum er tekin þegar forseti Íslands opnaði formlega skrifstofur þriggja íslenskra fyrirtækja í Rúmeníu. Á myndinni eru: Hildur Hermóðsdóttir, Jafet Ólafsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Georgiana Pogonaru.

Video Gallery

View more videos