Ráðherra kynnti sér nýjustu tækni í Carnitech

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra heimsótti Carnitech Salmon í Álaborg í tengslum við ráðstefnuna "Fremtiden for Fiskeindustrien" sem haldin var í Álaborg síðastliðinn föstudag. Carnitech Salmon er hluti af Marel Food Systems og tók Thorkild Christensen forstjóri Carnitech á móti ráðherranum og fylgdarliði. Carnitech framleiðir vélar til fiskvinnslu og var ráðherranum sýnd nýjasta tækni sem notuð er til skurðar á laxi.

Á myndinni má sjá Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, og Svavar Gestsson, sendiherra Íslands í Danmörku, skoða Carnitech skurðarvélar.

Video Gallery

View more videos