Prjónadagar á Norðurbryggju

Prjónahátíð

á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn 8.-9. september

 

Norðurbryggja, efnir til prjónahátíðar dagana 8-9 september undir yfirskriftinni Pakhusstrik. Þetta er fjórða árið í röð sem viðburðurinn er haldinn, en vinsældirnar hafa verið miklar frá fyrsta ári og augljóst er að það stefnir í sömu þátttöku í ár.

Þrettán prjónahönnuðir og framleiðendur taka þátt, en frá Íslandi koma Einrúm , Móakot, Hespa, Bara Health, Anna Kristín Helgadóttir og Ljómalind. Einnig verða þátttakendur frá Færeyjum (Sirri, og Svanhild Strøm og Marjun Biskupstø) og frá Grænlandi kemur fyrirtækið Qiviut, en þau framleiða garn úr sauðnautsull (moskus uld).

Dagskráin hefst á föstudagskvöldi 8. september kl. 18-21, en hér verður hátíðin sett formlega. Opnunarræðu flytur markaðsstjóri Ístex, Hulda Hákonardóttir. Að opnunarræðu lokinni verður tískusýning, en hér á eftir gefst gestum kostur á að versla garn og uppskriftir, eða fá sér snarl á prjónakaffihúsinu, þar sem leikinn verður léttur jazz.

Laugardaginn 9. september verða sölubásar og kaffihús opið frá kl. 10, en einnig verður fjöldi fyrirlestra allan daginn. Hægt er að nálgast dagskrána hér: http://www.nordatlantens.dk/da/arrangementer/2017/pakhusstrik-program-2017/

Miðaverð er 150 kr. en miðinn gildir báða daga. Hægt er að kaupa miða hér: https://billetto.dk/da/e/pakhusstrik-nordatlantisk-strik-i-hjertet-af-kobenhavn-billetter-185686

 

Video Gallery

View more videos