Portræt af en islandsk diva

Þann 20. janúar hélt íslenska sópransöngkonan Sólrún Bragadóttir einsöngstónleika í sendiherrabústaðnum á Frederiksberg. Sólrún hóf dagskrána á Draumalandi Sigfúsar Einarssonar, söng síðan nokkur önnur lög og aríur tengdar draumum en helgaði dagskrána að öðru leyti öðrum uppáhaldsaríum sínum.   Með Sólrúnu lék undir úkraínski píanóleikarinn Semion Balshem.

Sólrún hóf söngnám sitt við Tónlistarskólann í Reykjavík og hélt að því loknu til frekara náms við Indiana University í Bloomington, Bandaríkjunum þaðan sem hún lauk mastersnámi í einsöng og söngkennslu.

Tónleikarnir voru vel sóttir og góður rómur gerður að flutningi Sólrúnar og undirleikara hennar.Video Gallery

View more videos