Oscar's fish - fryst flök af línuýsu frá Íslandi

Nú geta íslendingar búsettir í Danmörku loksins fengið  fryst flök frá Ísland  af línuýsu af bestu gæðum í  verslunum IRMA  hér í Danmörku. Ýsan er framleidd undir vörumerkinu Oscar's fish og fæst í 900 gramma öskjum og eru tveir pakkar inni í hverri öskju.

 Framleiðandi vörunnar er Ísfiskur ehf en það er Fregat a/s í Grenaa sem flytur hana inn til Danmerkur. Um þetta má lesa í heildsíðuauglýsingu í nýjasta tölublaði Krydderiet frá IRMA.

Fryst ýsuflök hafa verið aðalframleiðsluvara Ísfisks um langt árabil og það markmið  ætíð setið í fyrirrúmi að framleiða aðeins vöru af bestu gæðum úr nýjum og ferskum fiski. 

Hefur Ísfiskur ehf margsinnis fengið sérstakar viðurkenningar fyrir gæði framleiðslunnar í Bandaríkjunum, þar sem stærsti markaður fyrirtækisins er.

Í Oscar's fish pakkanum, sem fæst í næstu IRMA verslun, býðst því áreiðanlega ýsa af bestu gæðum.Video Gallery

View more videos