Ólafur Elíasson verðlaunaður

Myndlistarmaðurinn Ólafur Elíasson fékk í gærkvöld menningarverðlaun dönsku krónprinshjónanna. Verðlaunaafhendingin fór fram í nýja óperuhúsinu í Kaupmannahöfn og danska sjónvarpið sendi beint frá athöfninni.

Friðrik krónprins sagði þegar hann afhenti verðlaunin að list Ólafs einkenndist af því besta úr menningarblöndu Norður Evrópu. Verðlaunin nema rúmum 6 miljónum króna auk styttu sem Ólafur hannaði. Auk Ólafs var danski Jólamerkjasjóðurinn verðlaunaður fyrir störf að mannúðarmálum. Ýmsir tónlistarmenn komu fram við verðlaunaafhendinguna, meðal annars enska rokksöngkonan P.J. Harvey.

Video Gallery

View more videos