Nýr Landsbanki Íslands stofnaður um innlenda bankastarfsemi Landsbanka Íslands hf.

Fjármálaeftirlitið hefur nú tekið ákvörðun um að flytja hluta af starfsemi Landsbanka Íslands hf. til nýs banka sem stofnaður hefur verið og er að fullu í eigu íslenska ríkisins. Með ákvörðuninni er tryggð áframhaldandi bankastarfsemi fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. 

Í ákvörðuninni felst m.a. að nýi bankinn yfirtekur allar innstæðuskuldbindingar í bankanum á Íslandi og sömuleiðis stærstan hluta eigna bankans sem tengjast íslenskri starfsemi s.s. lán og aðrar kröfur.

Sigríður Elín Sigfúsdóttir hefur verið ráðin bankastjóri.  Lykilstjórnendur hins nýja banka munu sjá um kynningu á starfsemi hans en heiti hans verður Nýi Landsbanki Íslands hf.

Heimild: www.fme.isVideo Gallery

View more videos