Ný gjaldskrá sendiráðsins frá 1. 12. 2008.
Sendiráðið vekur athygli á nýrri gjaldskrá sem gekk í gildi þann 1. desember síðastliðinn, en helstu gjöld fyrir embættisverk eru eftirfarandi:
1. Fyrir staðfestingu undirskriftar stjórnvalda og einstaklinga, svo og aðrar staðfestingar, hvert skjal - DKK 55
2. Fyrir aðstoð við útvegun vottorða og yfirlýsinga frá opinberum
stjórnvöldum eða öðrum á Íslandi eða erlendis - DKK 135
3. Fyrir millifærslu fjármuna til og frá útlöndum (neyðartilvik) - DKK 135
4. Fyrir útgáfu sjóferðabóka - DKK 135
5. Fyrir útgáfu vegabréfa fyrir 18-66 ára:
a. Almennt gjald - DKK 210
b. Fyrir hraðútgáfu - DKK 410
c. Fyrir neyðarvegabréf á venjulegum opnunartíma sendiráðsins - DKK 105
Fyrir neyðarvegabréf utan venjulegs opnunartíma sendiráðs - DKK 305
6. Fyrir útgáfu vegabréfa fyrir aðra:
a. Almennt gjald - DKK 80
b. Fyrir hraðútgáfu - DKK 155
c. Fyrir neyðarvegabréf á venjulegum opnunartíma sendiráðs - DKK 40
Fyrir neyðarvegabréf utan venjulegs opnunartíma sendiráðs - DKK 240
7. Fyrir ökuskírteini 18-66 ára - DKK 160
Fyrir 67 ára og eldri - DKK 45
Auk þeirra gjalda sem tilgreind eru hér að ofan skal greiða, eftir því sem við á, sendingarkostnað, og annan útlagðan kostnað skv. reikningi
Gjaldskrá þessi er í samræmi við lög um aukatekjur ríkissjóðs frá 31. desember, 1991.