Norðurlandamótið í hestaíþróttum verður haldið dagana 24. júlí til 30. júlí í Herning í Danmörku.

Norðurlandamótið í hestaíþróttum verður haldið dagana 24. júlí til 30. júlí í Herning í Danmörku. Fyrir þrem árum var þar haldið eitt best heppnaða heimsmeistaramót sem haldið hefur verið enda er aðstaða þar til keppnishalds ein sú besta sem fyrirfinnst. Þar munu mætast sterkustu knapar Norðurlandanna en Norðurlandaþjóðirnar hafa verið einna sterkastar á síðustu tveim heimsmeistaramótum þannig að það má gera ráð fyrir hörkukeppni.
Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og eiginkona hans Margrét Hauksdóttir, verða heiðursgestir mótsins, en auk þeirra mun Svavar Gestsson, sendiherra, og eiginkona hans, Guðrún Ágústsdóttir, verða viðstödd mótið.

Nánari upplýsingar um Norðulandamótið má finna hér.

Video Gallery

View more videos