Níu íslensk fyrirtæki kanna danska markaðinn

Níu íslensk fyrirtæki sem taka þátt í verkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH) á vegum Útflungsráðs, sóttu námskeið og fyrirtækjafundi í Kaupmannahöfn dagana 13.-15. mars sl.

Um er að ræða fyrirtæki sem eru að taka sín fyrstu skref í útflutningi. Fyrirtækin sóttu námskeið í sölu- og samningatækni og funduðu svo með mögulegum viðskiptaaðilum í Danmörku en viðskiptafulltrúi sendiráðsins hafði milligöngu um að koma viðskiptafundunum í kring. Hermann Ottósson, forstöðumaður ráðgjafasviðs hjá Útflutningsráði segir þetta vera annað árið í röð sem þátttakendur í ÚH verkefninu heimsæki Danmörku, en í ár er 16. starfsár verkefnisins. "Við erum mjög ánægð með samstarfið við sendiráðið, starfsfólkið þar tók okkur með eindæmum vel. Það er mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki sem eru að taka sín fyrstu skref í alþjóðaviðskiptum að finna fyrir svo góðum vilja og stuðningi".

Utanríkisráðherra heilsaði uppá ÚH fyrirtækin
Þá daga sem ÚH fyrirtækin voru í Kaupmannahöfn var Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, í opinberri heimsókn í Danmörku og notaði hann tækifærið til þess að heilsa uppá fulltrúa fyrirtækjanna og forvitnast um starfsemi þeirra. Svavar Gestsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, segist ánægður með heimsókn fyrirtækjanna. ?Þarna voru spennandi fyrirtæki á ferðinni sem eiga tvímælalaust eftir að vaxa og dafna. Mér skilst að okkar fremstu útflutningsfyrirtækjum hafi einmitt tekið þátt í ÚH verkefninu þegar þau voru að hefja sína útrás. Það verður því áhugavert að fylgjast með framgangi þessara fyrirtækja og þau mega vita að viðskiptaþjónusta sendiráðsins í Kaupmannahöfn er boðin og búin til þess að aðstoða þau sé þess óskað?

Video Gallery

View more videos