Myrkir músíkdagar, 6. - 13. febrúar.

Myrkir músíkdagar verða nú haldnir á Íslandi í 19. sinn. Tónlistarhátíðin var haldin í fyrsta skipti í Reykjavík árið 1980 og urðu strax mikilvægur vettvangur framsækinnar nútímatónlistar á Íslandi.

Dagskráin hefst þegar þann 3. Febrúar með fyrirlestri Philippe Manoury í Íslensku Óperunni.

Á tónlistarhátíðinni má heyra, meðal annars, raftónleika í Salnum í Kópavogi, Kammerkór Suðurlands í Neskirkju, Tinnu Þorsteinsdóttur og Frank Aarnink í Hafnarborg, Caput hópinn í Guðríðarkirkju og Kammersveit Reykavíkur í Listasafni Íslands.

Dagskrá Myrkra músíkdaga má finna hér: http://www.listir.is/myrkir/Dagskra09.html

Fleiri fréttir af íslensku tónlistarlífi má finna á heimasíðu ÚTON: www.icelandmusic.is


Video Gallery

View more videos