Músík í myrkrinu

Staka er blandaður íslenskur kór sem starfar í Kaupmannahöfn.

Kórinn var stofnaður á haustdögum 2004. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Staka komið fram á ýmsum tónleikum og uppákomum og hefur hlotið mikið lof fyrir söng sinn.

Kórmeðlimir Stöku eru að jafnaði um 18 íslenskir söngvarar sem flestir hafa sungið í kórum frá blautu barnsbeini. Margir hafa einhverja söng eða tónlistamenntun sér að baki.

Metnaður Stöku er að flytja spennandi norræna tónlist á tónleikum og við önnur tækifæri. Söngskrá Stöku einbeinist sérstaklega að nýlegri íslenskri kórtónlist, og er það eitt af megin markmiðum Stöku að kynna íslenska tónlilstarmenningu í Danmörku.

Kórstjóri Stöku er Stefán Arason (www.arason.net) og á tónleikunum 1. febrúar mun Sigrún Magna Þórsteinsdóttir orgelleikari spila undir.

Aðgangur ókeypis.

Frekari upplýsingar á heimasíðunum

www.staka.dk

www.apostelkirken.dk/Koncerter.htm

 

 


 Video Gallery

View more videos