Móttaka sendiherrahjónanna í tilefni útgáfu bókar í danskri þýðingu um ævi Halldórs Laxness rithöfundar.

Mánudaginn 18. janúar héldu sendiherrahjónin Sturla Sigurjónsson og Elín Jónsdóttir móttöku í tilefni útgáfu bókar Halldórs Guðmundssonar í danskri þýðingu, um ævi Halldórs Laxness. Søren Møller Christensen forstjóri forlagsins Vandkusten sem gefur bókina út í Danmörku, sagði frá kynnum sínum af Halldóri Guðmundssyni og samvinnu þeirra við útgáfu bókarinnar. Halldór Guðmundsson sagði síðan stuttlega frá tilurð bókarinnar og rannsóknarferlinu í tengslum við hana.Video Gallery

View more videos