Morgunfundur um viðskiptalífið

Dansk íslenska viðskiptaráðið og Dansk Industri - sem eru dönsku atvinnurkendasamtökin, samsvara SA - standa fyrir ráðstefnu þann 9. febrúar 2007 kl. 10:45 í Industriens Hus, H.C. Andersens Boulevard 18, Kaupmannahöfn.

Á ráðstefnunni verður fjallað um nýsköpun þá sem orðið hefur í íslensku atvinnulífi.
Forseti Íslands Óalfur Ragnar Grímsson heldur ræðu í upphafi ráðstefnunnar. Þá mun Uffe Elleman Jensen fyrrv. utanríkisráðherra Danmerkur halda ræðu á ráðsstefnunni.
Auk þeirra munu forystumenn úr íslensku atvinnulifi flytja stutt ávörp, þeir:
Sigurður Einarsson, Kaupþingi
Hannes Smárason, Fl-group
Hörður Árnason,Marel

Hans Skov Christensen framkvæmdastjóri Dansk industri býður gesti velkomna og tekur saman efni fundarins að lokum en að loknum framsögum sitja framsögumenn fyrir svörum undir stjórn Uffe Ellemans Jensens.

Video Gallery

View more videos