Morgunblaðið: Eigendur Iceland Express kaupa Sterling

Þeir Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson, aðaleigendur Iceland Express, hafa keypt norræna lágfargjaldaflugfélagið Sterling fyrir tæpa fimm milljarða króna. Gengið var frá samningum nú um helgina og verða viðskiptin kynnt 600 starfsmönnum félagsins í Kaupmannahöfn í dag og síðdegis verður haldinn blaðamannafundur um kaupin.

"Við sáum ákveðin tækifæri í Sterling, þegar við fréttum af því á síðasta ári að norska skipafélagið Fred. Olsen hefði lýst yfir áhuga á því að selja félagið," segir Pálmi Haraldsson í samtali við Morgunblaðið.

"Við sjáum strax í upphafi þá möguleika að tengja saman leiða- og sölunet Iceland Express við Sterling. Farþegar sem kaupa miða hjá Iceland Express munu geta keypt sér áfram miða með Sterling og öfugt."

Hann segir það ekki tímabært að ræða hvort Iceland Express og Sterling verði sameinuð í einu félagi. Slíkir möguleikar verði skoðaðir síðar.

Sjá alla fréttina á mbl.is

Video Gallery

View more videos