Moody's hækkar lánshæfi íslensku bankanna

Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's hefur hækkað lánshæfismat íslensku viðskiptabankanna þriggja, Landsbanka, Glitnis og Kaupþings og fá langtímaskuldbindingar þeirra einkunnina Aaa, sem er hæsta einkunn sem fyrirtækið gefur. Kemur hækkunin til vegna breyttrar aðferðafræði Moody's við útreikning lánshæfis. Mat Moody's varðandi skammtímaskuldbindingar bankanna er óbreytt, það er P-1, sem er hæsta einkunn sem gefin er. Moody's metur nú lánshæfi íslensku bankanna jafn hátt og lánshæfi norrænna banka eins og Danske Bank, Nordea Bank og Sampo Bank. Lánshæfi íslensku bankanna, samkvæmt mati Moody's er jafnframt orðið hærra en hæfi Jyske Bank og Svenska Handelsbanken.

Video Gallery

View more videos