Messa í Sankti Páls kirkju

Góðan og blessaðan daginn.

Nú styttist í messu marsmánaðar og minnum við því á hana kæru landar, hún fer fram á sunnudag 29. mars. Að þessu sinni fáum við góðan gest frá Íslandi sem er Anna Jónsdóttir sópransöngkona. Hún mun syngja tvö verk í messunni. Mætum nú vel til messu og prýðum helgidóminn með nærveru okkar sjálfra. Stundin í kirkjunni hefst að vanda kl. 13. Að vanda er messukaffi eftir stundina í Húsi Jóns Sigurðssonar.

Blessunaróskir, prestur og safaðarnefnd.

Íslenskar guðþjónustur fara fram í Skt. Páls kirkju, Gernersgade 33, 1319 København K.

Sjá nánar á www.kirkjan.dk

 Video Gallery

View more videos