Málstofa - Viðskiptaráðherra Íslands í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn

Mánudaginn 17. maí sl. var haldin málstofa, við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, þar sem viðskiptaráðherra Íslands, Gylfi Manússon, fjallaði um stöðu og horfur í íslensku efnahagslífi undir yfirskriftinni: “How will Iceland overcome the financial crisis”?”  Dr. Gylfi Magnússon, sem var prófessor við Viðskipta- og hagfræðideild  HÍ áður en hann tók sæti í íslensku ríkisstjórninni, fór yfir stöðu íslenska hagkerfisins bæði í sögulegu og alþjóðlegu samhengi ásamt því að ræða framtíðarhorfur.  Íslenska hagkerfið gekk í gegnum efnahagslegt hrun haustið 2008, stærstu bankar landsins hrundu og áfallið virðist nú vera mun alvarlega fyrir fjármálakerfið en fyrir hið raunverulega hagkerfi. Gylfi færði fyrir því rök að beinna lægi við að útskýra það sem gerðist sem nauðsynlega leiðréttingu; sem fjárhagslega sprengingu blöðru hagkerfis miklu frekar en óvænt hrun eða niðursveiflu.

Málstofan var vel sótt og færri komust að með spurningar en vildu að erindinu loknu.Video Gallery

View more videos