Louisa Matthíasdóttir 1917 - 2000

Sumardaginn fyrsta opnaði á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn yfirlitssýning á verkum Louisu Matthíasdóttur. Sýningin er samstarfsverkefni Norðurbryggju, sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn og í Berlín, Scandinavian House í New York og Listasafns Akureyrar.

Um er að ræða fyrstu yfirlitssýningu á verkum Louisu Matthíasdóttur sem haldin er í Danmörku en segja má að listferill hennar hafi hafist í Danmörku árið 1934, þegar hún hóf nám á Kunsthaandværkerskolen í Breiðgötu í miðborg Kaupmannahafnar.

Sýningin stendur frá 20. apríl - 11. júní í húsakynnum Norðurbryggju, Strandgade 91, 1401 København K.
Sjá nánar á www.bryggen.dk

Video Gallery

View more videos