Lofandi íslenskt tónlistarfólk

haust_2010_027

Á tónleikum sem haldnir voru í íslenska sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn miðvikudaginn 24. nóvember sl., fluttu Melkorka Ólafsdóttir, flautuleikari, og Ögmundur Þór Jóhannesson, gítarleikari, tónlist eftir Takemitsu, Ravel, Bartók og Castelnuovo-Tedesco. Að auki fluttu þau þrjú verk eftir Huga Guðmundsson, tónskáld, sem býr og starfar í Danmörku. Efnisskrá og flutningi var mjög vel tekið af áheyrendum og að tónleikunum loknum var flytjendum og tónskáldi vel fagnað og þökkuð góð skemmtun.Video Gallery

View more videos