Ljóðabók Einars Más kemur út á dönsku í maí

Ljóðabók Einars Más Guðmundssonar, Ég stytti mér leið framhjá dauðanum, kemur út á dönsku 31. maí. Einar Már las nýverið úr verkum sínum í norræna tjaldinu á Kristjánshafnartorgi og var þéttsetinn bekkurinn að hlusta á skáldið. Það er Erik Skyum Nielsen sem þýðir ljóðabók Einars Más eins og aðrar bækur hans sem þar með hafa allar komið út á dönsku.

Á myndinni tekur Einar Már við fyrsta eintaki ljóðabókarinnar úr hendi útgefanda síns í Danmörku.Video Gallery

View more videos